Federer greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Þar sagði hann að líkaminn þyldi ekki meira. Federer gekkst undir aðgerð á hné eftir Wimbledon mótið í fyrra og hefur ekki keppt síðan.
„Skilaboð líkamans til mín að undanförnu hafa verið skýr. Ég hef spilað yfir fimmtán hundruð leiki á 24 árum. Núna verð ég að sætta mig við að tíminn til að hætta er runninn upp. Við tennisíþróttina vil ég segja: ég elska þig og mun aldrei yfirgefa þig,“ sagði Federer.
To my tennis family and beyond,
— Roger Federer (@rogerfederer) September 15, 2022
With Love,
Roger pic.twitter.com/1UISwK1NIN
Federer, sem er 41 árs, hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum. Aðeins Rafael Nadal (22) og Novak Djokovic (21) hafa unnið fleiri. Federer hefur unnið Wimbledon átta sinnum, oftar en nokkur annar. Fyrsta risamótstitilinn vann hann á Wimbledon 2003.
Síðasti sigur Federers á risamóti kom á Opna ástralska 2018. Þá var Svisslendingurinn 36 ára.