Reikna með að verðbólgan mjakist niður á við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 10:36 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga muni mælast 9,6 prósent í september. Gangi það eftir telur hagfræðideildin að það sé frekari staðfesting þess að verðbólga hafi náð hámarki hér á landi. Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér. Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér.
Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58
Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55