Reikna með að verðbólgan mjakist niður á við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 10:36 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga muni mælast 9,6 prósent í september. Gangi það eftir telur hagfræðideildin að það sé frekari staðfesting þess að verðbólga hafi náð hámarki hér á landi. Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér. Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér.
Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58
Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55