Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2022 07:30 Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði hefur fækkað nokkuð frá því þegar mest var. Vísir/Vilhelm Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir septembermánuðk. Þar segir að sérstaklega hafi dregist úr því að íbúðir seljist meira en 5 prósentum yfir ásettu verði og sér í lagi meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hafi 14,8 prósent íbúða selst svo mikið yfir ásettu verði á meðan hlutfallið var hæst 35,2 prósent í apríl. Þá segir í skýrslunni að í síðustu mánaðarskýrslu hafi verið komið inn á að fasteignamarkaðurinn sýndi fyrstu merki áhrifa hertrar peningastefnu Seðlabankans. Nú séu merki um slíkt orðin skýrari. Íbúðum í sölu hafi fjölgað hratt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu séu nú 1.067 íbúðir til sölu en í lok júlí hafi þær verið 700 talsins. Þannig sé um að ræða 52 prósenta aukningu. Þegar minnst hafi verið í byrjun febrúar á þessu ári hafi aðeins 437 íbúðir verið á sölu á svæðinu. Þar að auki hafi kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkað nokkuð á milli mánaða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem voru aðeins 378 útgefnir kaupsamningar í júlí. Fjöldi kaupsamninga í einum mánuði hefur eki verið jafn lítill síðan árið 2013 en um er að ræða bráðabirgðatölur. Fleiri hafa ekki starfað í byggingariðnaði síðan haustið 2008 Fram kemur í skýrslunni að umsvif á byggingarmarkaði virðist í hæstu hæðum um þessar mundir. Velta á markaðnum hafi ekki verið jafn mikil eins og á síðasta veltutímabili, frá maí fram í júní, frá því að mælingar hófust í upphafi árs 2008 ef miðað er við árstíðaleiðréttar tölur á föstu verðlagi, eða 77,5 milljarða króna. Aðrir mælikvarðar gefi einnig til kynna mikil umsvif. Um 15.760 hafi verið starfandi í byggingariðnaði í júlí miðað við árstíðaleiðréttar tölur, sem sé litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafi ekki verið fleiri starfandi í greininni síðan á haustmánuðum 2008. Þá sé mikill fjöldi nýskráðra fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fjöldi gjaldþrota ekki verið lægri frá upphafi mælinga. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir septembermánuðk. Þar segir að sérstaklega hafi dregist úr því að íbúðir seljist meira en 5 prósentum yfir ásettu verði og sér í lagi meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hafi 14,8 prósent íbúða selst svo mikið yfir ásettu verði á meðan hlutfallið var hæst 35,2 prósent í apríl. Þá segir í skýrslunni að í síðustu mánaðarskýrslu hafi verið komið inn á að fasteignamarkaðurinn sýndi fyrstu merki áhrifa hertrar peningastefnu Seðlabankans. Nú séu merki um slíkt orðin skýrari. Íbúðum í sölu hafi fjölgað hratt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu séu nú 1.067 íbúðir til sölu en í lok júlí hafi þær verið 700 talsins. Þannig sé um að ræða 52 prósenta aukningu. Þegar minnst hafi verið í byrjun febrúar á þessu ári hafi aðeins 437 íbúðir verið á sölu á svæðinu. Þar að auki hafi kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkað nokkuð á milli mánaða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem voru aðeins 378 útgefnir kaupsamningar í júlí. Fjöldi kaupsamninga í einum mánuði hefur eki verið jafn lítill síðan árið 2013 en um er að ræða bráðabirgðatölur. Fleiri hafa ekki starfað í byggingariðnaði síðan haustið 2008 Fram kemur í skýrslunni að umsvif á byggingarmarkaði virðist í hæstu hæðum um þessar mundir. Velta á markaðnum hafi ekki verið jafn mikil eins og á síðasta veltutímabili, frá maí fram í júní, frá því að mælingar hófust í upphafi árs 2008 ef miðað er við árstíðaleiðréttar tölur á föstu verðlagi, eða 77,5 milljarða króna. Aðrir mælikvarðar gefi einnig til kynna mikil umsvif. Um 15.760 hafi verið starfandi í byggingariðnaði í júlí miðað við árstíðaleiðréttar tölur, sem sé litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafi ekki verið fleiri starfandi í greininni síðan á haustmánuðum 2008. Þá sé mikill fjöldi nýskráðra fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fjöldi gjaldþrota ekki verið lægri frá upphafi mælinga.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41