Hópfimleikaveislan hefst í annað sinn á níu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 07:30 Íslenski hópurinn í Leifsstöð áður en lagt var af stað til Lúxemborgar þar sem EM fer fram næstu daga. FSÍ Um hundrað Íslendingar eru nú mættir til Lúxemborgar þar sem í dag hefst Evrópumótið í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á titil að verja. Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira