Hópfimleikaveislan hefst í annað sinn á níu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 07:30 Íslenski hópurinn í Leifsstöð áður en lagt var af stað til Lúxemborgar þar sem EM fer fram næstu daga. FSÍ Um hundrað Íslendingar eru nú mættir til Lúxemborgar þar sem í dag hefst Evrópumótið í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á titil að verja. Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira
Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira