Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 18:17 Lögreglustöðin á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar en þar segir að meðal annars sé notast við ætandi efni við gerð sprengjanna. Efnum sé blandað saman í lokuð ílát, til að mynda plastflöskur, og við efnahvörf myndist mikið magn af gasi sem valdi sprengingu. „Þessi efni og gasið sem myndast eru hættuleg fyrir þann sem útbýr sprengjuna og þá sem eru í nágrenni við búnaðinn þegar sprengingin verður. Þá eru þekkt dæmi um að kraftur af samskonar sprengjum getur og hefur laskað hendur einstaklinga ef þær springa í höndum þeirra. Þá þarf heldur ekki að fjölyrða um skaðsemi þess að ætandi efni lendi á húð og jafnvel í andlit og augu viðkomandi.“ Lögreglan biðlar því til foreldra á svæðinu að kanna hvort börn þeirra séu að höndla með slík efni og ræða við þau um mögulega skaðsemi heimatilbúinna sprengja. Eins óskar lögreglan eftir upplýsingum sem almenningur kann að búa yfir í tengslum við sprengingarnar eða háværa hvelli sem heyrst hafa á Selfossi síðastliðna daga. „Hægt er að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000 á dagvinnutíma eða með því að senda tölvupóst á netfangið sudurland@logreglan.is. Ef fólk telur sig finna órofnar plastflöskur sem bera þess merki um að í þeim sé torkennileg efni skal ekki hreyfa við þeim og hafa beint samband við 1-1-2 og tilkynna um slíkt til lögreglu.“ Árborg Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar en þar segir að meðal annars sé notast við ætandi efni við gerð sprengjanna. Efnum sé blandað saman í lokuð ílát, til að mynda plastflöskur, og við efnahvörf myndist mikið magn af gasi sem valdi sprengingu. „Þessi efni og gasið sem myndast eru hættuleg fyrir þann sem útbýr sprengjuna og þá sem eru í nágrenni við búnaðinn þegar sprengingin verður. Þá eru þekkt dæmi um að kraftur af samskonar sprengjum getur og hefur laskað hendur einstaklinga ef þær springa í höndum þeirra. Þá þarf heldur ekki að fjölyrða um skaðsemi þess að ætandi efni lendi á húð og jafnvel í andlit og augu viðkomandi.“ Lögreglan biðlar því til foreldra á svæðinu að kanna hvort börn þeirra séu að höndla með slík efni og ræða við þau um mögulega skaðsemi heimatilbúinna sprengja. Eins óskar lögreglan eftir upplýsingum sem almenningur kann að búa yfir í tengslum við sprengingarnar eða háværa hvelli sem heyrst hafa á Selfossi síðastliðna daga. „Hægt er að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000 á dagvinnutíma eða með því að senda tölvupóst á netfangið sudurland@logreglan.is. Ef fólk telur sig finna órofnar plastflöskur sem bera þess merki um að í þeim sé torkennileg efni skal ekki hreyfa við þeim og hafa beint samband við 1-1-2 og tilkynna um slíkt til lögreglu.“
Árborg Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira