Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2022 12:33 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sendi fyrirspurn um aðfarargerðir í forsjármálum á þrjá ráðherra og gagnrýnir svaraleysi barnamálaráðherra. visir/vilhelm Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“ Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“
Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira