Gaf leikmönnum kreditkortið í sigurvímunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 12:01 Gianmarco Pozzecco kann að fagna sigrum. Getty/Mattia Ozbot Átta liða úrslitin á EM karla í körfubolta hefjast í dag. Gleðin virtist hvergi meiri en hjá Ítölum með að komast svo langt í keppninni og þjálfari liðsins sagðist hafa látið leikmenn fá kreditkortið sitt til að fagna að vild. Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland. Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland.
Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira