Gaf leikmönnum kreditkortið í sigurvímunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 12:01 Gianmarco Pozzecco kann að fagna sigrum. Getty/Mattia Ozbot Átta liða úrslitin á EM karla í körfubolta hefjast í dag. Gleðin virtist hvergi meiri en hjá Ítölum með að komast svo langt í keppninni og þjálfari liðsins sagðist hafa látið leikmenn fá kreditkortið sitt til að fagna að vild. Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland. Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Sjá meira
Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland.
Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Sjá meira