Handbolti

Ís­lendinga­lið Ribe-Esb­jerg ekki í vand­ræðum með Nord­sjælland

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson átti mjög góðan leik í kvöld.
Ágúst Elí Björgvinsson átti mjög góðan leik í kvöld. Ribe-Esbjerg

Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann öruggan tólf marka sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 35-23.

Það var lítil spenna í leik kvöldsins en heimamenn í Ribe-Esbjerg voru átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 17-9. Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik og var munurinn kominn upp í tíu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 35-23.

Ágúst Elí Björgvinsson átti einkar góðan leik í marki heimamanna en hann varði 14 skot eða 39 prósent þeirra skota sem rötuðu á markið frá Nordsjælland. Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk og Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði einnig tvö mörk. 

Var þetta annar sigur Ribe-Esbjerg í fyrstu þremur umferðum deildarinnar. Liðið er jafnt Kolding og Bjerringbro/Silkebog í fimmta til sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×