Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. september 2022 11:57 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar í fjárlaganefnd. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira