Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. september 2022 11:57 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar í fjárlaganefnd. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira