Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2022 10:31 Sólveig og Emilía hafa heldur betur staðið í ströngu í gegnum allt þetta ferli. Vinahjón fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. Þau létu rífa það og lögðust í að byggja parhús á sama stað. Það má með sanni segja að verkefnið hafi verið mikið og stórt. Enn sér ekki fyrir endann á því. Um er að ræða hjónin Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur og Karl Stephen Stock annars vegar og Emilíu C. Gylfadóttur og Róbert Kristjánsson hins vegar. Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins. Fjallað er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2. Gulli hefur fylgt hjónunum eftir í fjögur ár. Enn sér ekki fyrir endann á parhúsinu þó að fjölskyldurnar séu fluttar inn. Karl Stephen lýsti því í þætti gærkvöldsins hvernig hann hefði gjörsamlega keyrt sig út. Hann var allt ferlið í fullri vinnu, í háskólanámi og að vinna í húsinu. Hann lenti svo á vegg í febrúar í fyrra. Álagið var alltof mikið. Emilía var orðin fullviss um að lóðin væri bölvuð og endaði á því að fá miðil á staðinn. Sú sagði að það væru álfar í klettinum sem væru ekki sáttir við framkvæmdirnar. Það væri ástæðan fyrir því að allt gengi á afturfótunum. Emilía var tilbúin að reyna allt. Hún gaf álfunum brauð og hunang til að friða álfana. Þau Ragnar hlógu gríðarlega mikið af því í þættinum í gærkvöldi. Héldu að þetta yrði bara græjað En ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið hægt að klæða húsið eru gluggarnir. Eftir mikla framkvæmd við að koma þeim fyrir kom á daginn, við fyrstu rigningu, að þeir láku. Allir sem einn. Eftir skoðun kom í ljós að þeir standast ekki kröfur sem íslensk veðurfar gerir. Gluggarnir voru mjög dýrir, sérpantaðir erlendis frá. Nú standa yfir málaferli við söluaðilann þar sem pörin krefjast skaðabóta og að gert sé við gluggana svo þeir standist kröfur. „Þetta er tveggja ára mál og við töldum að þetta yrði bara lagað fyrir okkur af söluaðilum en svo kemur í ljós að það er ekki svo einfalt. Þetta var ekki aðeins frágangsmál heldur eru gluggarnir líka aðeins gallaðir,“ segir Sólveig Ragnheiður og heldur áfram. „Bara viðgerð og kaup á gluggum fyrir bæði húsin til að koma því í rétt stand kostar yfir 16 milljónir. Það er án alls afleidds kostnaðar sem við höfum þurft að fara í; Að fá aðra iðnaðarmenn, lögmenn og matsskýrslu. Það er komið upp í þrjátíu milljóna tjón. Þetta er að lenda á okkur en ef þetta endar fyrir dómstólum þá erum við að vonast til að fá þetta til baka til þess að geta gert viðeigandi viðgerðir.“ Klippa: Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir Gulli byggir Kópavogur Hús og heimili Skipulag Tengdar fréttir Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Sjá meira
Um er að ræða hjónin Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur og Karl Stephen Stock annars vegar og Emilíu C. Gylfadóttur og Róbert Kristjánsson hins vegar. Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins. Fjallað er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2. Gulli hefur fylgt hjónunum eftir í fjögur ár. Enn sér ekki fyrir endann á parhúsinu þó að fjölskyldurnar séu fluttar inn. Karl Stephen lýsti því í þætti gærkvöldsins hvernig hann hefði gjörsamlega keyrt sig út. Hann var allt ferlið í fullri vinnu, í háskólanámi og að vinna í húsinu. Hann lenti svo á vegg í febrúar í fyrra. Álagið var alltof mikið. Emilía var orðin fullviss um að lóðin væri bölvuð og endaði á því að fá miðil á staðinn. Sú sagði að það væru álfar í klettinum sem væru ekki sáttir við framkvæmdirnar. Það væri ástæðan fyrir því að allt gengi á afturfótunum. Emilía var tilbúin að reyna allt. Hún gaf álfunum brauð og hunang til að friða álfana. Þau Ragnar hlógu gríðarlega mikið af því í þættinum í gærkvöldi. Héldu að þetta yrði bara græjað En ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið hægt að klæða húsið eru gluggarnir. Eftir mikla framkvæmd við að koma þeim fyrir kom á daginn, við fyrstu rigningu, að þeir láku. Allir sem einn. Eftir skoðun kom í ljós að þeir standast ekki kröfur sem íslensk veðurfar gerir. Gluggarnir voru mjög dýrir, sérpantaðir erlendis frá. Nú standa yfir málaferli við söluaðilann þar sem pörin krefjast skaðabóta og að gert sé við gluggana svo þeir standist kröfur. „Þetta er tveggja ára mál og við töldum að þetta yrði bara lagað fyrir okkur af söluaðilum en svo kemur í ljós að það er ekki svo einfalt. Þetta var ekki aðeins frágangsmál heldur eru gluggarnir líka aðeins gallaðir,“ segir Sólveig Ragnheiður og heldur áfram. „Bara viðgerð og kaup á gluggum fyrir bæði húsin til að koma því í rétt stand kostar yfir 16 milljónir. Það er án alls afleidds kostnaðar sem við höfum þurft að fara í; Að fá aðra iðnaðarmenn, lögmenn og matsskýrslu. Það er komið upp í þrjátíu milljóna tjón. Þetta er að lenda á okkur en ef þetta endar fyrir dómstólum þá erum við að vonast til að fá þetta til baka til þess að geta gert viðeigandi viðgerðir.“ Klippa: Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir
Gulli byggir Kópavogur Hús og heimili Skipulag Tengdar fréttir Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Sjá meira
Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30