Sjáðu mark númer hundrað, líflínu Birgis og mörkin úr stórleiknum Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 09:01 FH-ingar fögnuðu frábærum og afar mikilvægum sigri gegn ÍA. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spennan er mikil í Bestu deild karla nú þegar aðeins ein umferð er eftir þar til að deildinni verður skipt í tvennt. Öll mörkin úr næstsíðustu umferðinni má nú sjá hér á Vísi. Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Víkingur og KA náðu að saxa á forskot Breiðabliks á toppnum í gær, og nú munar aðeins sex stigum á Breiðabliki og Víkingi. Baráttan í neðsta hlutanum er hörð þar sem fimm stig skilja að ÍA á botninum og ÍBV í 9. sæti, og Stjarnan gæti misst sæti sitt í efri hlutanum til Fram eða Keflavíkur þegar deildinni verður skipt upp eftir leikina næsta laugardag. Stórleikur gærdagsins var á Akureyri þar sem KA vann Breiðablik 2-1 með sigurmarki Hallgríms Mars Steingrímssonar úr vítaspyrnu í lokin. Rodri hafði komið KA yfir en Viktor Karl Einarsson jafnað metin. Klippa: Mörkin úr leik KA og Breiðabliks Óvæntustu úrslitin voru í Breiðholti þar sem Leiknismenn, eftir 9-0 tap í síðustu umferð, unnu Val 1-0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Birgir Baldvinsson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Sigurmark Leiknis vegn Val FH vann nauðsynlegan sigur gegn ÍA í fallslag í Kaplakrika, 6-1, þar sem Steven Lennon skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH og þeir Matthías Vilhjálmsson, Oliver Hreiðarsson og Máni Austmann Hilmarsson eitt mark hver, en Steinar Þorsteinsson skoraði mark Skagamanna. Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA Öll mörk Víkings í 3-0 sigrinum gegn Keflavík komu í fyrri hálfleik en þau skoruðu Danijel Dejan Djuric, Helgi Guðjónsson, úr víti, og Ari Sigurpálsson. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings KR tryggði sér sess í efri hluta deildarinnar með 3-1 sigri gegn Stjörnunni. Theodór Elmar Bjarnason skoraði fallegt mark til að koma KR yfir og Stefán Árni Geirsson bætti við tveimur áður en Jóhann Árni Gunnarsson náði að minnka muninn af vítapunktinum í lokin. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Nú þegar Nökkvi Þeyr Þórisson er farinn til Belgíu er Guðmundur Magnússon orðinn markahæstur af þeim sem enn eru með í deildinni, því hann skoraði bæði mörk Fram í 2-2 jafnteflinu við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira jöfnuðu metin í tvígang fyrir ÍBV. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira