Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2022 07:29 Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív með því að eyðileggja innviði. epa/Sergey Kozlov Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira