Yngstur í sögunni til að verða bestur í heimi: „Erfitt að tala núna“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 08:01 Carlos Alcaraz fagnar stigi í sigrinum gegn Casper Ruud. AP/Charles Krupa Spánverjinn Carlos Alcaraz átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann vann risamót í tennis í fyrsta sinn á ferlinum, og komst þar með á topp heimslistans, með því að vinna US Open í gær. Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum. Tennis Spánn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum.
Tennis Spánn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira