Yngstur í sögunni til að verða bestur í heimi: „Erfitt að tala núna“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 08:01 Carlos Alcaraz fagnar stigi í sigrinum gegn Casper Ruud. AP/Charles Krupa Spánverjinn Carlos Alcaraz átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann vann risamót í tennis í fyrsta sinn á ferlinum, og komst þar með á topp heimslistans, með því að vinna US Open í gær. Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum. Tennis Spánn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum.
Tennis Spánn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira