Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2022 20:05 Það fór vel á með fjallkónginum og Matvælaráðherra í Skaftholtsréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira