Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2022 12:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, á nýlegum hátíðarhöldum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. Einræðisherrann sagðist ekki ætla sér að setjast aftur við samningaborðið um kjarnorkuvopnin en þing Norður-Kóreu hefur samþykkt lög um að Kim megi beita kjarnorkuvopnum ríkisins í fyrirbyggjandi árásum. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir einræðisherranum að í stað þessa ð gefa frá sér kjarnorkuvopnin, ætli hann að auka getu ríkisins til kjarnorkuárása. Lög þessi, sem eru í raun formlegs eðlis, þar sem Kim getur að mestu gert eins og honum sýnist, segja til um við hvaða skilyrði hann má beita kjarnorkuvopnum. Þau segja til um að hann megi beita kjarnorkuvopnum sé stjórn hans á Norður-Kóreu í hættu. Sé gerð árás á Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, á her ríkisins samkvæmt lögunum sjálfkrafa að gera kjarnorkuárás á ríkið sem réðst á Pyongyang, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögin segja einnig að Norður-Kórea getur beitt kjarnorkuvopnum í tilfellum ótilgreindra hamfara sem ógni leiðtogum og þegnum ríkisins. Í ræðu sinni á þingi Norður-Kóreu í morgun, sem fjallaði að miklu leyti um áðurnefndar lagabreytingar, gagnrýndi Kim nágranna sína í Suður-Kóreu fyrir ætlanir þeirra um að auka getu til að gera árásir með hefðbundnum en langdrægum vopnum. Kim lýsti þeim ætlunum sem ögrandi og sagði að þær myndu auka spennu á Kóreuskaganum. Alvarlegri hótanir Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Einræðisherrann sagðist ekki ætla sér að setjast aftur við samningaborðið um kjarnorkuvopnin en þing Norður-Kóreu hefur samþykkt lög um að Kim megi beita kjarnorkuvopnum ríkisins í fyrirbyggjandi árásum. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir einræðisherranum að í stað þessa ð gefa frá sér kjarnorkuvopnin, ætli hann að auka getu ríkisins til kjarnorkuárása. Lög þessi, sem eru í raun formlegs eðlis, þar sem Kim getur að mestu gert eins og honum sýnist, segja til um við hvaða skilyrði hann má beita kjarnorkuvopnum. Þau segja til um að hann megi beita kjarnorkuvopnum sé stjórn hans á Norður-Kóreu í hættu. Sé gerð árás á Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, á her ríkisins samkvæmt lögunum sjálfkrafa að gera kjarnorkuárás á ríkið sem réðst á Pyongyang, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögin segja einnig að Norður-Kórea getur beitt kjarnorkuvopnum í tilfellum ótilgreindra hamfara sem ógni leiðtogum og þegnum ríkisins. Í ræðu sinni á þingi Norður-Kóreu í morgun, sem fjallaði að miklu leyti um áðurnefndar lagabreytingar, gagnrýndi Kim nágranna sína í Suður-Kóreu fyrir ætlanir þeirra um að auka getu til að gera árásir með hefðbundnum en langdrægum vopnum. Kim lýsti þeim ætlunum sem ögrandi og sagði að þær myndu auka spennu á Kóreuskaganum. Alvarlegri hótanir Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38
Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11
Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11