Lífið

Svona greindu bresku sjón­varps­stöðvarnar frá and­láti drottningar

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttir af andlátninu voru gerðar opinberar um klukkan 17:30 síðdegis í gær.
Fréttir af andlátninu voru gerðar opinberar um klukkan 17:30 síðdegis í gær.

Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er.

Fréttir af andlátinu í Balmoral-kastala í Skotlandi voru gerðar opinberar um klukkan 17:30 að íslenskum tíma í gærdag. Fyrr um daginn hafði verið gefin út tilkynning um að heilsu drottningar hefði hrakað og að hún væri undir sérstöku eftirliti lækna og gaf það sterklega til kynna að drottningin ætti lítið eftir ólifað.

Að neðan má sjá hvernig bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC News, Sky News og ITV News greindu frá andláti drottningarinnar. Það var fréttaþulurinn Huw Edwards sem greindi áhorfendum BBC News frá því að drottningin væri öll.

Að neðan má sjá hvernig fréttamaður Sky News greindi frá andlátinu.

Að neðan má sjá hvernig fréttaþulur ITV News greindi frá því að Elísabet II Bretadrottning væri látin.


Tengdar fréttir

Vaktin: Stór dagur fram­undan í Bret­landi

Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er  nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag.

Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést

Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×