Óvenjumörg sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 16:02 Tvær sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Óvenjulega mikið er að gera í sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Rekstrarstjóri flugþjónustu á vellinum man ekki eftir öðru eins. Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð. Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð.
Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira