Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 10:30 Sigurður Heiðar var ánægður með stuðninginn í 9-0 tapi gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður. Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira