Ríkisútvarpið greinir frá því að María hafi látist 2. september síðastliðinn. Hún var 29 ára. María greindist með alvarlegt og afar sjaldgæft krabbamein í milta í janúar á þessu ári.
María var margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum og keppti í þeim fyrir Íslands hönd, en hætti skíðaiðkun fyrir nokkrum árum eftir baráttu við þrálát meiðsli. María hóf á síðasta ári doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt Ryan Toney, eiginmanni sínum.
Samkvæmt frétt RÚV verður haldin minningarstund um Maríu í Akureyrarkirkju föstudaginn 16.september klukkan eitt.