Heilu hraukarnir af ólesnum dagblöðum fara beint í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2022 08:01 Algeng sjón. Beint úr prentinu og í ruslið. Jónas Björgvinsson Reglulega má sjá kvartanir í hinum ýmsu hverfishópum á Facebook, þess efnis að dagblöðin hafi ekki borist. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslið. Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot
Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira