Ráðherra hamingjunnar fyrsta konan frá Afríku til að komast í undanúrslit á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 08:31 Ons Jabeur frá Túnis er komin í undanúrslit á Opna bandaríska. Cynthia Lum/Getty Images Ons Jabeur er komin í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún er fyrsta konan frá Afríku til að ná þeim merka áfanga. Hún lagði Ajla Tomljanović í átta manna en sú hafði slegið Serenu Williams út fyrr á mótinu í því sem var líklega síðasti leikur Serenu á ferlinum. Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira
Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira
„Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31
Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01
Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00