Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:58 Tveir komust lífs af með því að hanga í pípum í lofti bílakjallarans. EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör. Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör.
Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira