Betri bálfarir, betri jarðarfarir Vésteinn Valgarðsson skrifar 6. september 2022 18:30 Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun