Stefnumót í pottinum endaði með innbroti á Adamsklæðunum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. september 2022 14:07 Þegar hjónum býðst óvænt að eyða saman rómantísku kvöldi, án barna, er því yfirleitt tekið fagnandi. Hvað svo sem verður úr kvöldinu er svo önnur saga. Samsett mynd „Ég var orðin svo þreytt svo ég stóð upp, tók í húninn og sagði: Shit! Ég tók ekki úr lás! Þá horfði Gummi á mig og sagði: Ertu að djóka, ég var búinn að setja í lás líka hinumegin!“ segir Inga Berta Bergsdóttir í samtali við Vísi. Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið. Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið.
Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira