Stefnumót í pottinum endaði með innbroti á Adamsklæðunum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. september 2022 14:07 Þegar hjónum býðst óvænt að eyða saman rómantísku kvöldi, án barna, er því yfirleitt tekið fagnandi. Hvað svo sem verður úr kvöldinu er svo önnur saga. Samsett mynd „Ég var orðin svo þreytt svo ég stóð upp, tók í húninn og sagði: Shit! Ég tók ekki úr lás! Þá horfði Gummi á mig og sagði: Ertu að djóka, ég var búinn að setja í lás líka hinumegin!“ segir Inga Berta Bergsdóttir í samtali við Vísi. Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið. Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið.
Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira