Völsurum spáð titlinum í báðum deildum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 12:40 Valsmönnum er spáð titlinum en þeir unnu þrefalt í fyrra. Valskonum er einnig spáð efsta sæti en þær horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Fram á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deildanna í handbolta fór fram á Grand Hótel í dag. Val er spáð efsta sæti í bæði karla- og kvennaflokki. Valur er þrefaldur meistari karla megin og varð liðið meistari meistaranna eftir sigur á KA á laugardaginn var. Það kemur fáum á óvart að liðinu sé spáð efsta sæti en Valur fékk 346 stig í spánni. 18 stigum neðar er ÍBV sem er spáð öðru sæti, Stjörnunni er spáð því þriðja og FH fjórða. Nýliðum Harðar og ÍR er spáð falli og þá er KA og Gróttu spáð níunda og tíunda sæti og komist því ekki í úrslitakeppnina. Að vísu munar aðeins einu stigi á Fram og KA en Fram er spáð áttunda sætinu, því neðsta sem veitir úrslitakeppnissæti. Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig) Kvennamegin er bikarmeisturum Vals spáð efsta sæti á kostnað ríkjandi Íslandsmeistara Fram. Valur fékk 140 stig en Fram 134. ÍBV og Stjarnan koma þar á eftir, fyrir ofan KA/Þór og Hauka. HK og Selfoss fengu þá fæst stig í spánni og er spáð neðstu tveimur sætunum. HK fékk 33 stig og Selfoss 31, töluvert langt fyrir neðan hin liðin. Haukar eru með 58 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig) Klippa: Spáin fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar opinberaðar Í Grill 66-deild karla er HK og Víkingi spáð efstu tveimur sætunum, en Kórdrengjum og KA U þeim neðstu tveimur. HK fékk 267 stig í spánni, Víkingur 203 en Þór frá Akureyri er skammt á eftir Víkingi með 194 stig. Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig) Í Grill 66-deild kvenna er Grótta efst með 170 stig, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er með 162 stig. Víkingur er með 139 stig en ÍR 130, þremur fyrir ofan FH með 127. Fjölnir/Fylkir er neðstur í spánni með 50 stig, en Fram U er með 55 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig) Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Tímabilið kvenna megin hefst formlega á laugardaginn með leik Fram og Vals í meistarakeppni HSÍ. Sá leikur er klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olís-deild kvenna hefst svo í næstu viku með leik Stjörnunnar og Fram fimmtudaginn 15. september. Sá leikur verður sýndur beint, rétt eins og leikur HK og Selfoss laugardaginn eftir það. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Valur er þrefaldur meistari karla megin og varð liðið meistari meistaranna eftir sigur á KA á laugardaginn var. Það kemur fáum á óvart að liðinu sé spáð efsta sæti en Valur fékk 346 stig í spánni. 18 stigum neðar er ÍBV sem er spáð öðru sæti, Stjörnunni er spáð því þriðja og FH fjórða. Nýliðum Harðar og ÍR er spáð falli og þá er KA og Gróttu spáð níunda og tíunda sæti og komist því ekki í úrslitakeppnina. Að vísu munar aðeins einu stigi á Fram og KA en Fram er spáð áttunda sætinu, því neðsta sem veitir úrslitakeppnissæti. Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig) Kvennamegin er bikarmeisturum Vals spáð efsta sæti á kostnað ríkjandi Íslandsmeistara Fram. Valur fékk 140 stig en Fram 134. ÍBV og Stjarnan koma þar á eftir, fyrir ofan KA/Þór og Hauka. HK og Selfoss fengu þá fæst stig í spánni og er spáð neðstu tveimur sætunum. HK fékk 33 stig og Selfoss 31, töluvert langt fyrir neðan hin liðin. Haukar eru með 58 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig) Klippa: Spáin fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar opinberaðar Í Grill 66-deild karla er HK og Víkingi spáð efstu tveimur sætunum, en Kórdrengjum og KA U þeim neðstu tveimur. HK fékk 267 stig í spánni, Víkingur 203 en Þór frá Akureyri er skammt á eftir Víkingi með 194 stig. Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig) Í Grill 66-deild kvenna er Grótta efst með 170 stig, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er með 162 stig. Víkingur er með 139 stig en ÍR 130, þremur fyrir ofan FH með 127. Fjölnir/Fylkir er neðstur í spánni með 50 stig, en Fram U er með 55 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig) Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Tímabilið kvenna megin hefst formlega á laugardaginn með leik Fram og Vals í meistarakeppni HSÍ. Sá leikur er klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olís-deild kvenna hefst svo í næstu viku með leik Stjörnunnar og Fram fimmtudaginn 15. september. Sá leikur verður sýndur beint, rétt eins og leikur HK og Selfoss laugardaginn eftir það.
Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig)
Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig)
Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig)
Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig)
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira