Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 19:00 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri segja peningaþvætti ógn við samfélög á margan máta. Vísir/Egill Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur. Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur.
Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira