Olís-spá karla 2022-23: Þurfa ekki að fella tár eins og Alexander mikli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2022 11:01 Valsmenn unnu KA-menn í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn. Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, hefur Meistarabikarinn á loft. vísir/diego Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum í dag, fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið verði deildarmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Valsmenn hafa verið besta lið landsins undanfarin ár og unnið síðustu sjö titla sem keppt hefur verið um. Á síðasta tímabili vann Valur þrefalt; varð deildar-, og bikar- og Íslandsmeistari. Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar urðu betri og betri eftir því sem leið á tímabilið og í úrslitakeppninni héldu þeim engin bönd. Andstæðingar Vals réðu ekkert við hraðan og beinskeyttan leikstíl liðsins sem þurfti sjaldnast að stilla upp í sókn. Valur er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hér heima, og það oftar en einu sinni, en öfugt við Alexander mikla þurfa Valsmenn ekki að fella tár því þeir geta enn numið ný lönd í Evrópudeildinni (þið munið, Die Hard). Valur fékk sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og því bætast tíu krefjandi leikir við hjá liðinu. Evrópudeildin verður væntanlega ofarlega í hugum Valsmanna framan af tímabili og því gæti deildakeppnin setið á hakanum. Það er það eina sem getur komið í veg fyrir að Valur vinni deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að hafa misst Einar Þorsteinn Ólafsson eru Valsmenn enn með langbesta lið deildarinnar og líklegastir til að vinna allt sem hægt er að vinna þriðja árið í röð. Gengi Vals undanfarinn áratug 2021-22: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti Lykilmaðurinn Þrátt fyrir vera orðinn 37 ára gefur Björgvin Páll Gústavsson ekkert eftir.vísir/diego Eins og við mátti búast gerði Björgvin Páll Gústavsson gott Valslið frábært eftir komuna frá Haukum í fyrra. Auk þess að vera besti markvörður Olís-deildarinnar kom hann með nýja vídd í Valsliðið með löngum og hárnákvæmum sendingum sínum fram völlinn. Hraðaupphlaupsmörkum Vals fjölgaði því enn frekar. Björgvin varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum á síðasta tímabili og ætlar sér vafalítið að endurtaka leikinn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Aron Dagur Pálsson frá Elverum (Noregi) Bergur Elí Rúnarsson frá FH Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia (Danmörku) Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Varla er veikan blett á liði Vals að finna og því ósanngjarnt fyrir önnur lið að bæta hetju úr fortíðinni við leikmannahóp Hlíðarendapilta. En ef Snorri Steinn fengi að velja eina stöðu til að styrkja væri það sennilegast línustaðan. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Tjörvi Týr Gíslason eru báðir góðir, mjög góðir, en hvorugur þeirra er afgerandi sóknarmaður. Það væri því gaman að sjá Valsliðið með Rússajeppann sjálfan, Sigfús Sigurðsson, á línunni. Hann myndi eflaust skora nokkur mörkin fyrir þessa útgáfu af Valsliðinu. Olís-deild karla Valur Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Vonast til að fá lukkudísirnar í lið með sér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 2. sæti Olís-deildar karla í vetur. 8. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís-deildar karla í vetur. 7. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. 6. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum í dag, fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið verði deildarmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Valsmenn hafa verið besta lið landsins undanfarin ár og unnið síðustu sjö titla sem keppt hefur verið um. Á síðasta tímabili vann Valur þrefalt; varð deildar-, og bikar- og Íslandsmeistari. Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar urðu betri og betri eftir því sem leið á tímabilið og í úrslitakeppninni héldu þeim engin bönd. Andstæðingar Vals réðu ekkert við hraðan og beinskeyttan leikstíl liðsins sem þurfti sjaldnast að stilla upp í sókn. Valur er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hér heima, og það oftar en einu sinni, en öfugt við Alexander mikla þurfa Valsmenn ekki að fella tár því þeir geta enn numið ný lönd í Evrópudeildinni (þið munið, Die Hard). Valur fékk sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og því bætast tíu krefjandi leikir við hjá liðinu. Evrópudeildin verður væntanlega ofarlega í hugum Valsmanna framan af tímabili og því gæti deildakeppnin setið á hakanum. Það er það eina sem getur komið í veg fyrir að Valur vinni deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að hafa misst Einar Þorsteinn Ólafsson eru Valsmenn enn með langbesta lið deildarinnar og líklegastir til að vinna allt sem hægt er að vinna þriðja árið í röð. Gengi Vals undanfarinn áratug 2021-22: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti Lykilmaðurinn Þrátt fyrir vera orðinn 37 ára gefur Björgvin Páll Gústavsson ekkert eftir.vísir/diego Eins og við mátti búast gerði Björgvin Páll Gústavsson gott Valslið frábært eftir komuna frá Haukum í fyrra. Auk þess að vera besti markvörður Olís-deildarinnar kom hann með nýja vídd í Valsliðið með löngum og hárnákvæmum sendingum sínum fram völlinn. Hraðaupphlaupsmörkum Vals fjölgaði því enn frekar. Björgvin varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum á síðasta tímabili og ætlar sér vafalítið að endurtaka leikinn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Aron Dagur Pálsson frá Elverum (Noregi) Bergur Elí Rúnarsson frá FH Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia (Danmörku) Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Varla er veikan blett á liði Vals að finna og því ósanngjarnt fyrir önnur lið að bæta hetju úr fortíðinni við leikmannahóp Hlíðarendapilta. En ef Snorri Steinn fengi að velja eina stöðu til að styrkja væri það sennilegast línustaðan. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Tjörvi Týr Gíslason eru báðir góðir, mjög góðir, en hvorugur þeirra er afgerandi sóknarmaður. Það væri því gaman að sjá Valsliðið með Rússajeppann sjálfan, Sigfús Sigurðsson, á línunni. Hann myndi eflaust skora nokkur mörkin fyrir þessa útgáfu af Valsliðinu.
2021-22: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti
Komnir: Aron Dagur Pálsson frá Elverum (Noregi) Bergur Elí Rúnarsson frá FH Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia (Danmörku) Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Valur Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Vonast til að fá lukkudísirnar í lið með sér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 2. sæti Olís-deildar karla í vetur. 8. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís-deildar karla í vetur. 7. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. 6. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Vonast til að fá lukkudísirnar í lið með sér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 2. sæti Olís-deildar karla í vetur. 8. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís-deildar karla í vetur. 7. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komið að reikningsskilum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar karla í vetur. 6. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. 5. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00