Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2022 11:27 Pétur Thor Gunnarsson er framkvæmdastjóri Freyju. Hann tekur fyrir það að danskur sælgætisframleiðandi hafi árið 2009 fundið upp á því að bjóða upp á súkkulaðihúðaðan lakkrís. Freyja Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. Í kynningartexta um vörur fyrirtækisins, sem vakið hefur athygli á Twitter, eftir að grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto deildi honum , segir að Johan Bülow, forsprakki áðurnefnds fyrirtækis, hafi árið 2009 fengið þá hugmynd að húða lakkrís með súkkulaði. Hugmyndin hafi þótt svo róttæk að háværar efasemdarraddir hafi vaknað. Það væri hreinlega ekki hægt að framleiða slíka vöru. „En hin vinsæla vara A leit brátt dagsljósið,“ segir í auglýsingunni, sem einhverjir hafa bent á að sé nokkuð dramatísk. Sér í lagi þegar haft er í huga að verið er að auglýsa sælgæti. Ég er all in í að starta drama með Danmörk.Bulow að eigna sér lakkrís og sukkkulaði combóið er svo ótrúlegt pic.twitter.com/5WRRKztJdb— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 1, 2022 Með skjáskoti af auglýsingunni sagði Vilhelm að ótrúlegt væri að fylgjast með Dönum reyna að eigna sér heiðurinn af framleiðsluaðferð sælgætis sem hefur þekkst um nokkuð langt skeið hér á landi, í það minnsta frá því fyrir árið 2009. Áður en málið komst í hámæli á samfélagsmiðlum hafði DV fjallað um málið, og ræddi þar við Írisi Björg Þorvaldsdóttur, sem búsett er í Danmörku. Þar eru rakin samskipti hennar við fyrirtækið vegna auglýsingarinnar, eftir að hún benti á að Íslendingar hefðu löngu fyrir árið 2009 gætt sér á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Þrátt fyrir að hafa sagst munu breyta auglýsingunni virðist fyrirtækið ekki hafa gert það. Íslendingar hundrað prósent fyrstir „Þetta eru svona Danir að eigna sér heiðurinn okkar. Íslendingar hafa gert þetta síðan ég veit ekki hvenær. Blandað þá saman sjálfir lakkrís og súkkulaði. Þegar farið var út í sjoppu þá keyptu þeir lakkríslengju og súkkulaðistykki og borðuðu saman. Það er síðan 1984 sem kemur á markað vara sem heitir Freyju draumur. Það er í rauninni fyrsta vara þessarar tegundar sem verður til sem framleiðsluvara,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisframleiðandans Freyju. Rætt var við Pétur Thor í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um fullyrðingar danska fyrirtækisins um uppruna hinnar þekktu blöndu lakkríss og súkkulaðis. Hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Líkt og áður sagði halda Bülow-liðar því fram að blandan hafi fyrst litið dagsins ljós, þrátt fyrir miklar efasemdir um að yfir höfuð væri hægt að blanda saman súkkulaði og lakkrís, árið 2009. Pétur segir að frá 1984 og til 2009 hafi fjöldi vara sem byggja á sömu blöndu litið dagsins ljós hér á landi. „Þannig að, nei nei, Íslendingar voru hundrað prósent fyrstir með þetta,“ segir Pétur. Hugmyndin kviknaði á Íslandi Pétur segir þá að Johan Bülow hafi raunar fengið hugmyndina að súkkulaðihúðuðum lakkrískúlum hér á landi, eftir að hafa smakkað hinar vinsælu Djúpur, sem komu á markað árið 2002. „Hann sagði þessa sögu, er hættur að segja hana núna, en sagði frá því að hann fékk hugmyndina hér. Ég tek ekkert frá honum, hann vinnur frábært verk og gerir flotta hluti. Hann hefur ferðast oft til Íslands, elskar Ísland og allt það. Hann fær hugmyndina að vörunni sinni hér. Smakkar Djúpur og segir: „Heyrðu, ég ætla að fara til Danmerkur og ég ætla að búa þetta til þarna.““ Pétur segir nokkurn mun á vörum Bülow og þeim súkkulaðilakkrísvörum sem Íslendingar eiga að venjast. „Fyrst og fremst lakkrísinn sjálfur. Það er stærsti munurinn. Í öðru lagi er munurinn sá að þeir eru bara með öðruvísi súkkulaði,“ segir Pétur, sem er þó ekki þar með að segja að súkkulaði hinna dönsku sé eitthvað annað en gæðasúkkulaði, líkt og það er markaðssett. Sælgætisgerðarmaðurinn Johan Bülow við störf.Lakrids by Johan Bülow Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í kynningartexta um vörur fyrirtækisins, sem vakið hefur athygli á Twitter, eftir að grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto deildi honum , segir að Johan Bülow, forsprakki áðurnefnds fyrirtækis, hafi árið 2009 fengið þá hugmynd að húða lakkrís með súkkulaði. Hugmyndin hafi þótt svo róttæk að háværar efasemdarraddir hafi vaknað. Það væri hreinlega ekki hægt að framleiða slíka vöru. „En hin vinsæla vara A leit brátt dagsljósið,“ segir í auglýsingunni, sem einhverjir hafa bent á að sé nokkuð dramatísk. Sér í lagi þegar haft er í huga að verið er að auglýsa sælgæti. Ég er all in í að starta drama með Danmörk.Bulow að eigna sér lakkrís og sukkkulaði combóið er svo ótrúlegt pic.twitter.com/5WRRKztJdb— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 1, 2022 Með skjáskoti af auglýsingunni sagði Vilhelm að ótrúlegt væri að fylgjast með Dönum reyna að eigna sér heiðurinn af framleiðsluaðferð sælgætis sem hefur þekkst um nokkuð langt skeið hér á landi, í það minnsta frá því fyrir árið 2009. Áður en málið komst í hámæli á samfélagsmiðlum hafði DV fjallað um málið, og ræddi þar við Írisi Björg Þorvaldsdóttur, sem búsett er í Danmörku. Þar eru rakin samskipti hennar við fyrirtækið vegna auglýsingarinnar, eftir að hún benti á að Íslendingar hefðu löngu fyrir árið 2009 gætt sér á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Þrátt fyrir að hafa sagst munu breyta auglýsingunni virðist fyrirtækið ekki hafa gert það. Íslendingar hundrað prósent fyrstir „Þetta eru svona Danir að eigna sér heiðurinn okkar. Íslendingar hafa gert þetta síðan ég veit ekki hvenær. Blandað þá saman sjálfir lakkrís og súkkulaði. Þegar farið var út í sjoppu þá keyptu þeir lakkríslengju og súkkulaðistykki og borðuðu saman. Það er síðan 1984 sem kemur á markað vara sem heitir Freyju draumur. Það er í rauninni fyrsta vara þessarar tegundar sem verður til sem framleiðsluvara,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisframleiðandans Freyju. Rætt var við Pétur Thor í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um fullyrðingar danska fyrirtækisins um uppruna hinnar þekktu blöndu lakkríss og súkkulaðis. Hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Líkt og áður sagði halda Bülow-liðar því fram að blandan hafi fyrst litið dagsins ljós, þrátt fyrir miklar efasemdir um að yfir höfuð væri hægt að blanda saman súkkulaði og lakkrís, árið 2009. Pétur segir að frá 1984 og til 2009 hafi fjöldi vara sem byggja á sömu blöndu litið dagsins ljós hér á landi. „Þannig að, nei nei, Íslendingar voru hundrað prósent fyrstir með þetta,“ segir Pétur. Hugmyndin kviknaði á Íslandi Pétur segir þá að Johan Bülow hafi raunar fengið hugmyndina að súkkulaðihúðuðum lakkrískúlum hér á landi, eftir að hafa smakkað hinar vinsælu Djúpur, sem komu á markað árið 2002. „Hann sagði þessa sögu, er hættur að segja hana núna, en sagði frá því að hann fékk hugmyndina hér. Ég tek ekkert frá honum, hann vinnur frábært verk og gerir flotta hluti. Hann hefur ferðast oft til Íslands, elskar Ísland og allt það. Hann fær hugmyndina að vörunni sinni hér. Smakkar Djúpur og segir: „Heyrðu, ég ætla að fara til Danmerkur og ég ætla að búa þetta til þarna.““ Pétur segir nokkurn mun á vörum Bülow og þeim súkkulaðilakkrísvörum sem Íslendingar eiga að venjast. „Fyrst og fremst lakkrísinn sjálfur. Það er stærsti munurinn. Í öðru lagi er munurinn sá að þeir eru bara með öðruvísi súkkulaði,“ segir Pétur, sem er þó ekki þar með að segja að súkkulaði hinna dönsku sé eitthvað annað en gæðasúkkulaði, líkt og það er markaðssett. Sælgætisgerðarmaðurinn Johan Bülow við störf.Lakrids by Johan Bülow
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56