Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2022 11:21 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað af stríðsátökunum í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. Rafael Grossi forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar er kominn aftur á úkraínskt yfirráðasvæði eftir um fimm klukkustunda leiðangur íZaporizhzhia kjarnorkuverið í gær með hópi samstarfsmanna sem enn eru í kjarnorkuverinu. Hann segist persónulega hafa skoðað alla helstu hluta versins, átt ítarlegar viðræður við starfsfólk sem og íbúa í nálægð orkuversins sem hafi komið til að ræða við hann. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd af Rafael Grossi þegar hann skoðaði aðstæður í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu við bæinn Enerhodar í gær.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það sem ég sagði fólkinu get ég endurtekið hér á yfirráðasvæði Úkraínu; við erum ekki á förum. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru nú í kjarnorkuverinu, eru ekki á förum og verða þar áfram," sagði Grossi. Mikil vinna væri framundan við að greina allar hliðar á rekstri og stöðu kjarnorkuversins. Hann hefði enn áhyggjur af öryggi þess. „Ég hafði, hef og mun halda áfram að hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu þar til ástandið er orðið stöðugra og meira fyrirsjáanlegt. Það er augljóst að öryggi bygginganna hefur verið ógnað. En við höfum ekki getu til að meta hvort það var gert fyrir tilviljun eða meðvilja," segir Grossi. Þetta væri hins vegar staðreynd sem yrði að taka mið af og koma í veg fyrir að endurtæki sig. Rússar hafa ekki hikað við að skjóta eldflaugum á íbúðabyggð og ýmsa innvið eins og skóla. Hér sjást rústir af skóla í bænum Druzhkivka í Donetsk héraði þar sem kjarnorkuverið er einnig og átök eru mjög mikil.AP/Kostiantyn Liberov „Hvað sem hver segir og hver sem afstaða manna er til stríðsins, þá getur þetta ástand ekki fengið að halda áfram. Þess vegna erum við að reyna að koma upp ákveðnu kerfi með viðveru okkar fulltrúa á staðnum til að bæta ástandið," sagði Rafael Grossi í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Rafael Grossi forstjóri Alþjóðkjarnorkustofnunarinnar er kominn aftur á úkraínskt yfirráðasvæði eftir um fimm klukkustunda leiðangur íZaporizhzhia kjarnorkuverið í gær með hópi samstarfsmanna sem enn eru í kjarnorkuverinu. Hann segist persónulega hafa skoðað alla helstu hluta versins, átt ítarlegar viðræður við starfsfólk sem og íbúa í nálægð orkuversins sem hafi komið til að ræða við hann. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd af Rafael Grossi þegar hann skoðaði aðstæður í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu við bæinn Enerhodar í gær.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það sem ég sagði fólkinu get ég endurtekið hér á yfirráðasvæði Úkraínu; við erum ekki á förum. Fulltrúar Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru nú í kjarnorkuverinu, eru ekki á förum og verða þar áfram," sagði Grossi. Mikil vinna væri framundan við að greina allar hliðar á rekstri og stöðu kjarnorkuversins. Hann hefði enn áhyggjur af öryggi þess. „Ég hafði, hef og mun halda áfram að hafa áhyggjur af kjarnorkuverinu þar til ástandið er orðið stöðugra og meira fyrirsjáanlegt. Það er augljóst að öryggi bygginganna hefur verið ógnað. En við höfum ekki getu til að meta hvort það var gert fyrir tilviljun eða meðvilja," segir Grossi. Þetta væri hins vegar staðreynd sem yrði að taka mið af og koma í veg fyrir að endurtæki sig. Rússar hafa ekki hikað við að skjóta eldflaugum á íbúðabyggð og ýmsa innvið eins og skóla. Hér sjást rústir af skóla í bænum Druzhkivka í Donetsk héraði þar sem kjarnorkuverið er einnig og átök eru mjög mikil.AP/Kostiantyn Liberov „Hvað sem hver segir og hver sem afstaða manna er til stríðsins, þá getur þetta ástand ekki fengið að halda áfram. Þess vegna erum við að reyna að koma upp ákveðnu kerfi með viðveru okkar fulltrúa á staðnum til að bæta ástandið," sagði Rafael Grossi í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. 2. september 2022 08:22
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17