„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 17:36 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný. Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný.
Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30