„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 17:36 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný. Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira
Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný.
Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30