Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. september 2022 15:56 Formaður félags atvinnurekenda bendir á ýmsa galla er varðar tollalögin, meðal annars hvað varðar franskar kartöflur og súkkulaði. Getty Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. Félag atvinnurekenda hefur hvatt stjórnvöld til að afnema 76 prósenta toll á franskar kartöflur þar sem eini íslenski frönskuframleiðandinn, Þykkvabæjar, er hættur framleiðslu. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins sendi á dögunum bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi um afnám tollsins. Í skriflegu svari Bjarna til fréttastofu vegna málsins segist hann vilja huga að eðlilegu samkeppnisumhverfi. Staða verslunar hafi til dæmis verið stórbætt með niðurfellingu vörugjalda fyrir nokkrum árum. Vafalaust séu dæmi um að tollasamningar þarfnist endurskoðunar og að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga þá að þörfum nútímans. Ólafur segir stjórnvöldum hins vegar í lófa lagið að fella niður umræddan toll á franskar - samningar þarfnist ekki endurskoðunar til þess. „Bara rétt eins og snakktollurinn var felldur niður 2017 og tollar á til dæmis fötum, vörugjöld a raftækjum og fleira á árunum 2016 til 2017. Það þarf ekkert annað til en ákvörðun Alþingis,“ segir Ólafur. Í svari Bjarna segir að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt. Ólafur fagnar því ef mál sem þessi verði endurskoðuð. „Hann er með þrjú bréf sem varða algjörlega sambærilegt mál, það er að segja að innflutt mjólkursúkkulaði er tollalaust en hráefni, til dæmis mjólkur- og undanrennuduft sem innlendir súkkulaðiframleiðendur þurfa í sína framleiðslu, bera gríðarlega háa tolla.“ Þetta sé sérstaklega mikilvægt nú í verðbólgu. „Það er engin ástæða til að viðhalda verndartollum sem allir eru sammála um að vernda ekki neitt. Það er svo borðleggjandi að stjórnvöld stígi slík skref til að lækka verð.“ Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur hvatt stjórnvöld til að afnema 76 prósenta toll á franskar kartöflur þar sem eini íslenski frönskuframleiðandinn, Þykkvabæjar, er hættur framleiðslu. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins sendi á dögunum bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi um afnám tollsins. Í skriflegu svari Bjarna til fréttastofu vegna málsins segist hann vilja huga að eðlilegu samkeppnisumhverfi. Staða verslunar hafi til dæmis verið stórbætt með niðurfellingu vörugjalda fyrir nokkrum árum. Vafalaust séu dæmi um að tollasamningar þarfnist endurskoðunar og að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga þá að þörfum nútímans. Ólafur segir stjórnvöldum hins vegar í lófa lagið að fella niður umræddan toll á franskar - samningar þarfnist ekki endurskoðunar til þess. „Bara rétt eins og snakktollurinn var felldur niður 2017 og tollar á til dæmis fötum, vörugjöld a raftækjum og fleira á árunum 2016 til 2017. Það þarf ekkert annað til en ákvörðun Alþingis,“ segir Ólafur. Í svari Bjarna segir að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt. Ólafur fagnar því ef mál sem þessi verði endurskoðuð. „Hann er með þrjú bréf sem varða algjörlega sambærilegt mál, það er að segja að innflutt mjólkursúkkulaði er tollalaust en hráefni, til dæmis mjólkur- og undanrennuduft sem innlendir súkkulaðiframleiðendur þurfa í sína framleiðslu, bera gríðarlega háa tolla.“ Þetta sé sérstaklega mikilvægt nú í verðbólgu. „Það er engin ástæða til að viðhalda verndartollum sem allir eru sammála um að vernda ekki neitt. Það er svo borðleggjandi að stjórnvöld stígi slík skref til að lækka verð.“
Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09