Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. ágúst 2022 23:02 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þau hafa komið ýmsum ábendingum á framfæri um hvernig megi lækka verð og ná þannig verðbólgunni hraðar niður. Vísir/Egill Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði mældist 9,7 prósent í ágúst og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða eftir mikla aukningu það sem af er ári. Verðbólga án húsnæðis minnkaði sömuleiðis milli mánaða um 0,4 prósentustig og mælist nú 7,1 prósent. Þróun verðbólgu það sem af er ári. Þetta er í fyrsta sinn frá því í júní 2021 sem verðbólgan minnkar milli mælinga en margir höfðu spáð því að hún færi yfir tveggja stafa tölu í ágúst. Fasteignamarkaðurinn spilar enn stórt hlutverk en merki eru um viðsnúning þar og virðast skarpar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans farnar að bíta. „Það munar rosalega miklu ef að fasteignaverð er ekki að rífa upp verðbólguna. Verðbólgan er ekki bara tilkomin vegna fasteignamarkaðarins en ef það fer að hægja á honum þá mun það klárlega hjálpa varðandi verðbólguna,“ segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Íbúðum til sölu fjölgar nú hratt víða á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru til að mynda 1.013 íbúðir til sölu núna en þegar eftirspurnin var hvað mest í febrúar voru aðeins 437 íbúðir til sölu. Framboð íbúða. Þá seljast færri íbúðir yfir ásettu verði en áður, þó meira sé vissulega um slíkt en í venjulegu árferði. Allt virðist þó benda til að markaðurinn muni halda áfram að kólna. „Við sjáum fram á að fasteignamarkaðurinn sé að fara að sigla inn í bara eðlilegra árferði, með hóflegri hækkunum og það verður ekki þessi æsingur lengur,“ segir Kári. „Það er mjög jákvæð þróun og það bara sýnir sig skýrt að peningastefna Seðlabankans er að virka,“ segir hann enn fremur. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.Vísir/Egill Ekki hlustað á tillögur sem gætu lækkað verð Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir þó á að ýmislegt sé hægt að gera. Hægt væri að breyta kerfinu í kringum útboðsgjald vegna tollkvóta, sem hefur leitt til mikilla hækkana á matvörum Aðrir þættir spila þó einnig hlutverk í verðbólgunni þar sem verð hefur hækkað á mörgum vörum, sem bætist ofan á hækkandi lánakostnað og annað. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir á að hægt sé að bregðast við með ýmsum hætti. Nú síðast bentu Félag atvinnurekenda á að útboðsgjald, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla, hafi hækkað mikið sem bæti í verðbólguna. Breytingar á útboðsgjaldi sem innflytjendur þurfa að greiða. Frá síðustu breytingu í apríl hefur til að mynda gjaldið fyrir hvert kíló af nautakjöti hækkað um 204 krónur, 179 krónur fyrir svínakjöt, 94 krónur fyrir alifuglakjöt og 133 krónur fyrir lífrænt alifuglakjöt. Sá kostnaður bætist síðan ofan á verð í verslunum sem hækkar matarkörfu neytenda. Ólafur segir að hægt sé að breyta kerfinu þannig að matarverð lækki og bendir einnig til að mynda á að hægt væri að leggja niður tolla á hlutum eins og frönskum kartöflum og blómum erlendis frá, sem verndi ekki neinn. Er það meðal fjölmargra tillagna sem þau hafa lagt til við stjórnvöld. „En við þessum tillögum fáum við engin svör og það virðist vera algjört áhugaleysi stjórnvalda að gera breytingar sem að gætu raunverulega lækkað verð og stuðlað að því að ná verðbólgunni hraðar niður,“ segir Ólafur. Nauðsynlegt sé að bregðast við verðbólgunni og þá dugi ekki aðeins stýrivaxtahækkanir. „Það er afskaplega margt sem til dæmis ríkisstjórnin og Alþingi gætu gert, það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann að glíma við verðbólguna,“ segir hann. Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Skattar og tollar Seðlabankinn Tengdar fréttir Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25. ágúst 2022 21:46 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 09:27 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Verðbólga síðastliðna tólf mánuði mældist 9,7 prósent í ágúst og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða eftir mikla aukningu það sem af er ári. Verðbólga án húsnæðis minnkaði sömuleiðis milli mánaða um 0,4 prósentustig og mælist nú 7,1 prósent. Þróun verðbólgu það sem af er ári. Þetta er í fyrsta sinn frá því í júní 2021 sem verðbólgan minnkar milli mælinga en margir höfðu spáð því að hún færi yfir tveggja stafa tölu í ágúst. Fasteignamarkaðurinn spilar enn stórt hlutverk en merki eru um viðsnúning þar og virðast skarpar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans farnar að bíta. „Það munar rosalega miklu ef að fasteignaverð er ekki að rífa upp verðbólguna. Verðbólgan er ekki bara tilkomin vegna fasteignamarkaðarins en ef það fer að hægja á honum þá mun það klárlega hjálpa varðandi verðbólguna,“ segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Íbúðum til sölu fjölgar nú hratt víða á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru til að mynda 1.013 íbúðir til sölu núna en þegar eftirspurnin var hvað mest í febrúar voru aðeins 437 íbúðir til sölu. Framboð íbúða. Þá seljast færri íbúðir yfir ásettu verði en áður, þó meira sé vissulega um slíkt en í venjulegu árferði. Allt virðist þó benda til að markaðurinn muni halda áfram að kólna. „Við sjáum fram á að fasteignamarkaðurinn sé að fara að sigla inn í bara eðlilegra árferði, með hóflegri hækkunum og það verður ekki þessi æsingur lengur,“ segir Kári. „Það er mjög jákvæð þróun og það bara sýnir sig skýrt að peningastefna Seðlabankans er að virka,“ segir hann enn fremur. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.Vísir/Egill Ekki hlustað á tillögur sem gætu lækkað verð Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir þó á að ýmislegt sé hægt að gera. Hægt væri að breyta kerfinu í kringum útboðsgjald vegna tollkvóta, sem hefur leitt til mikilla hækkana á matvörum Aðrir þættir spila þó einnig hlutverk í verðbólgunni þar sem verð hefur hækkað á mörgum vörum, sem bætist ofan á hækkandi lánakostnað og annað. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir á að hægt sé að bregðast við með ýmsum hætti. Nú síðast bentu Félag atvinnurekenda á að útboðsgjald, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla, hafi hækkað mikið sem bæti í verðbólguna. Breytingar á útboðsgjaldi sem innflytjendur þurfa að greiða. Frá síðustu breytingu í apríl hefur til að mynda gjaldið fyrir hvert kíló af nautakjöti hækkað um 204 krónur, 179 krónur fyrir svínakjöt, 94 krónur fyrir alifuglakjöt og 133 krónur fyrir lífrænt alifuglakjöt. Sá kostnaður bætist síðan ofan á verð í verslunum sem hækkar matarkörfu neytenda. Ólafur segir að hægt sé að breyta kerfinu þannig að matarverð lækki og bendir einnig til að mynda á að hægt væri að leggja niður tolla á hlutum eins og frönskum kartöflum og blómum erlendis frá, sem verndi ekki neinn. Er það meðal fjölmargra tillagna sem þau hafa lagt til við stjórnvöld. „En við þessum tillögum fáum við engin svör og það virðist vera algjört áhugaleysi stjórnvalda að gera breytingar sem að gætu raunverulega lækkað verð og stuðlað að því að ná verðbólgunni hraðar niður,“ segir Ólafur. Nauðsynlegt sé að bregðast við verðbólgunni og þá dugi ekki aðeins stýrivaxtahækkanir. „Það er afskaplega margt sem til dæmis ríkisstjórnin og Alþingi gætu gert, það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann að glíma við verðbólguna,“ segir hann.
Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Skattar og tollar Seðlabankinn Tengdar fréttir Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25. ágúst 2022 21:46 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 09:27 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13
Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25. ágúst 2022 21:46
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17
Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 09:27