Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 19:20 Hér gengur sjór á land á Seltjarnarnesi. Í framtíðinni má reikna með meiri öfgum í veðri og sjógangi vegna loftslagsbreytinganna. Vísir/Vilhelm Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs er hluti þeirra loftslagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað. Þær gerast hraðar á íshellunum en annars staðar í heiminum. Nýjustu rannsóknir benda til að bráðnunin á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentimetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt.Vísir/EPA Árni Snorrason veðurstofustjóri segir að jafnvel þótt allri losun gróðurhúsalofttegunda yrði hætt í dag telji vísindamenn margar hörmulegar afleiðingar þegar orðnar óafturkræfar. Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Íslendinga þurfa að taka tillit til áhrifa loftlagsbreytinganna við uppbyggingu innviða enda búi Íslendingar lang flestir við sjávarsíðuna.Stöð 2/Egill „Já það er mjög sláandi. Það er náttúrlega löngu ljóst í kringum snjó og ís í fjöllum, Ölpunum og víðar, að við erum löngu komin á þann stað að það verður mjög erfitt að snúa við,“ segir Árni. Nú þegar væri gríðarlegur skortur á vatni í Evrópu og jarðvegur þurr. Snjósöfnun í Ölpunum væri með minnsta móti en bráðnunin með því mesta. „Menn horfast bara í augu við að sumarið í sumar gæti verið áþekkt og í sviðsmyndum árið 2100,“ segir veðurstofustjóri. Hækkun sjávarborðs fæli í sér miklar áskoranir hér á landi sem og annars staðar í heiminum þar sem byggileg strandsvæði væru að hverfa eins og í Bangladesh. Taka þurfi tillit til þessa við uppbyggingu innviða í Reykjavík og annars staðar á landinu. „Það þarf auðvitað að leggja fram sviðsmyndir og áhættumat. Þannig að við stýrum landnotkun og okkar innviðum til að mæta þessum áskorunum. Þannig að viðbrögð okkar kosti sem minnsta fjármuni,“ segir Árni. Unnið hafi verið að þessu með orkugeiranum í áratugi varðandi áhrif loftslagsbreytinga á vatnsbúskap, jökla og fleira. Þá hafi stjórnvöld stigið skref til uppbyggingar regluverks um aðlögun og lagt fram stefnu í hvítbók og unnið væri að aðgerðaráætlunum fyrir flest svið samfélagsins. „En það er alveg klárt mál að sjávarstöðubreytingar eru eitt lykilmálið inn í framtíðina. En það eru líka breytingar á vatnafari, af- og frárennslismálum í sveitarfélögum sem verður mikil áskorun,“ segir Árni Snorrason. Loftslagsmál Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. 16. ágúst 2022 11:31 Lífríki í ám og sjó ógnað Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs er hluti þeirra loftslagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað. Þær gerast hraðar á íshellunum en annars staðar í heiminum. Nýjustu rannsóknir benda til að bráðnunin á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentimetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt.Vísir/EPA Árni Snorrason veðurstofustjóri segir að jafnvel þótt allri losun gróðurhúsalofttegunda yrði hætt í dag telji vísindamenn margar hörmulegar afleiðingar þegar orðnar óafturkræfar. Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Íslendinga þurfa að taka tillit til áhrifa loftlagsbreytinganna við uppbyggingu innviða enda búi Íslendingar lang flestir við sjávarsíðuna.Stöð 2/Egill „Já það er mjög sláandi. Það er náttúrlega löngu ljóst í kringum snjó og ís í fjöllum, Ölpunum og víðar, að við erum löngu komin á þann stað að það verður mjög erfitt að snúa við,“ segir Árni. Nú þegar væri gríðarlegur skortur á vatni í Evrópu og jarðvegur þurr. Snjósöfnun í Ölpunum væri með minnsta móti en bráðnunin með því mesta. „Menn horfast bara í augu við að sumarið í sumar gæti verið áþekkt og í sviðsmyndum árið 2100,“ segir veðurstofustjóri. Hækkun sjávarborðs fæli í sér miklar áskoranir hér á landi sem og annars staðar í heiminum þar sem byggileg strandsvæði væru að hverfa eins og í Bangladesh. Taka þurfi tillit til þessa við uppbyggingu innviða í Reykjavík og annars staðar á landinu. „Það þarf auðvitað að leggja fram sviðsmyndir og áhættumat. Þannig að við stýrum landnotkun og okkar innviðum til að mæta þessum áskorunum. Þannig að viðbrögð okkar kosti sem minnsta fjármuni,“ segir Árni. Unnið hafi verið að þessu með orkugeiranum í áratugi varðandi áhrif loftslagsbreytinga á vatnsbúskap, jökla og fleira. Þá hafi stjórnvöld stigið skref til uppbyggingar regluverks um aðlögun og lagt fram stefnu í hvítbók og unnið væri að aðgerðaráætlunum fyrir flest svið samfélagsins. „En það er alveg klárt mál að sjávarstöðubreytingar eru eitt lykilmálið inn í framtíðina. En það eru líka breytingar á vatnafari, af- og frárennslismálum í sveitarfélögum sem verður mikil áskorun,“ segir Árni Snorrason.
Loftslagsmál Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. 16. ágúst 2022 11:31 Lífríki í ám og sjó ógnað Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. 16. ágúst 2022 11:31
Lífríki í ám og sjó ógnað Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. 13. ágúst 2022 13:00