Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 08:00 Scott Parker á hliðarlínunni á Anfield. Robin Jones/Getty Images Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56
Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30