Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 08:00 Scott Parker á hliðarlínunni á Anfield. Robin Jones/Getty Images Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56
Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30