Innlent

Stytta opnunar­tíma Lækna­vaktarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Læknavaktin í Austurveri sinnir vaktþjónustu þar sem aðeins sérfræðingar í heimilislækningum veita læknisþjónustu.
Læknavaktin í Austurveri sinnir vaktþjónustu þar sem aðeins sérfræðingar í heimilislækningum veita læknisþjónustu. Vísir/Vilhelm

Ákveðið hefur stytta opnunartíma Læknavaktinnar í Austurveri bæði á virkum dögum og um helgar þannig að stöðin verður framvegis opin frá 17 til 22 á virkum dögum og frá 9 til 22 um helgar. Nýr opnunartími tekur gildi um mánaðamótin, eða frá og með næsta fimmtudegi.

Frá þessu segir á vef Læknavaktarinnar, en um talsverða styttingu er að ræða. Opnunartími Læknavaktarinnar hefur verið frá 17 til 23:30 á virkum dögum og svo frá 9 til 23:30 um helgar.

Í samtali við Fréttablaðið segir Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, að ástæða styttingarinnar sé mannekla og að ákvörðunin um styttingu hafi verið tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið, heilsugæsluna og Landspítala.

Hann segir ennfremur að hann telji að styttingin ætti ekki að hafa áhrif á þjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×