Alonso: Hamilton er hálfviti Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:01 Lewis Hamilton á flugi eftir árekstur við Fernando Alonso. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær. Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira