Sport

Hafnaboltaspjald seldist á tæplega tvo milljarða

Valur Páll Eiríksson skrifar
Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar.
Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar. Matt Dirksen/Colorado Rockies/Getty Images

Nýtt heimsmet var slegið á uppboði á laugardagskvöldið þegar dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar var selt fyrir 12,6 milljónir bandaríkjadala. Spjaldið er 70 ára gamalt.

Spjaldið er af Mickey Mantle frá 1952, en hann var þa nýliði í MLB-deildinni, með New York Yankees. Hann lék með Yankees til 1968 og vann sjö titla vestanhafs með liðinu auk þess að vera 20 sinnum valinn í stjörnuleikinn.

Spjaldið sem um ræðir hefur verið í einkaeigu Anthony Giordano, mikil stuðningsmanns Yankees, frá árinu 1991 en hann keypti það þá á 50 þúsund dali, rúmar sjö milljónir króna.

Hann gaf Heritage Auctions réttinn á að selja spjaldið í ár en það hefur hækkað umtalsvert í verði síðan hann keypti það og seldist fyrir 12,6 milljónir bandaríkjadala, um 1,8 milljarð króna, sem er nýtt heimsmet fyrir hafnaboltaspjald.

Fyrra met var spjald af Honus Wagner sem seldist á 7,25 milljónir dala nýlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×