Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 17:33 Þetta spil seldist á tæpa tvo milljarða á uppboði í dag. Heritage Auctions Safnkort af hafnaboltastjörnunni Mickey Mantle seldist í dag á uppboði á 12,6 milljónir dollara, tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna. Með sölunni varð spjaldið að dýrasta hafnaboltaspjaldi sögunnar. Mickey „the Mick“ Mantle er einn allra besti hafnarboltakappi sögunnar en hann spilaði alls 17 tímabil í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann lék allan sinn feril fyrir New York Yankees. Hann var valinn sextán sinnum í stjörnulið deildarinnar og unnu Yankees alls sjö titla með Mantle í herbúðum sínum. Hann var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, árin 1956, 1957 og 1962. Hans fyrsta tímabil í deildinni var árið 1952 og seldist í dag hafnaboltaspil með mynd af Mantle frá því ári á 1,8 milljarð íslenskra króna. Spilið var í næsthæsta gæðaflokki, flokki sem kallast „Mint+9,5“ en sjaldgæft er að finna svo vel varðveitt spil sjötíu árum seinna. Spilið var í eigu Anthony Giordano sem keypti það árið 1991 fyrir fimmtíu þúsund dollara sem þá var einnig hæsta upphæð sem einhver hafði greitt fyrir hafnaboltaspil. Hann setti spilið strax í læst geymslurými og tók það ekki út fyrr en það var sett á uppboð í dag. Um er að ræða rúmlega 250-falda ávöxtun fyrir Giordano. „Það að þetta nýliðaspil Mantle sé enn í þessu ásigkomulagi sjötíu árum seinna er í rauninni kraftaverk,“ hefur CNN eftir Chris Ivy sem sá um uppboðið. Spilið er ekki einungis dýrasta hafnaboltaspil sögunnar, heldur dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar. Fyrir daginn í dag var treyja fótboltakappans Diego heitins Maradona sem hann klæddist er hann skoraði með „hendi guðs“ gegn Englendingum á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1986 dýrasti minjagripurinn. Sú treyja seldist á 9,3 milljónir dollara fyrr á árinu. Hafnabolti Bandaríkin Tengdar fréttir Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Mickey „the Mick“ Mantle er einn allra besti hafnarboltakappi sögunnar en hann spilaði alls 17 tímabil í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann lék allan sinn feril fyrir New York Yankees. Hann var valinn sextán sinnum í stjörnulið deildarinnar og unnu Yankees alls sjö titla með Mantle í herbúðum sínum. Hann var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, árin 1956, 1957 og 1962. Hans fyrsta tímabil í deildinni var árið 1952 og seldist í dag hafnaboltaspil með mynd af Mantle frá því ári á 1,8 milljarð íslenskra króna. Spilið var í næsthæsta gæðaflokki, flokki sem kallast „Mint+9,5“ en sjaldgæft er að finna svo vel varðveitt spil sjötíu árum seinna. Spilið var í eigu Anthony Giordano sem keypti það árið 1991 fyrir fimmtíu þúsund dollara sem þá var einnig hæsta upphæð sem einhver hafði greitt fyrir hafnaboltaspil. Hann setti spilið strax í læst geymslurými og tók það ekki út fyrr en það var sett á uppboð í dag. Um er að ræða rúmlega 250-falda ávöxtun fyrir Giordano. „Það að þetta nýliðaspil Mantle sé enn í þessu ásigkomulagi sjötíu árum seinna er í rauninni kraftaverk,“ hefur CNN eftir Chris Ivy sem sá um uppboðið. Spilið er ekki einungis dýrasta hafnaboltaspil sögunnar, heldur dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar. Fyrir daginn í dag var treyja fótboltakappans Diego heitins Maradona sem hann klæddist er hann skoraði með „hendi guðs“ gegn Englendingum á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1986 dýrasti minjagripurinn. Sú treyja seldist á 9,3 milljónir dollara fyrr á árinu.
Hafnabolti Bandaríkin Tengdar fréttir Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55