Verstappen ræsti fjórtándi en kom langfyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2022 14:33 Max Verstappen vann belgíska kappaksturinn með yfirburðum. Dan Mullan/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen var í algjörum sérflokki þegar belgíski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram í dag. Hollendingurinn var fjórtándi í rásröðinni en tryggði sér þrátt fyrir það afgerandi sigur. Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira