Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Bjarki Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2022 21:06 Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018. Getty/Josh Brasted Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður. Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður.
Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21
Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15