Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. ágúst 2022 14:31 Armin Weigel/GettyImages Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf. Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf.
Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira