Örugg búseta? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun