Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 25. ágúst 2022 21:46 Neytendur segjast finna vel fyrir hækkandi verðlagi. Vísir Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. Krónan tilkynnti í gær að hún hefði fryst verð á 240 vörum í verslunum sínum til að leggja sitt á vogarskálarnar til að berjast gegn hækkandi verðbólgu. Bónus hefur tekið ákvörðun um að frysta ekki verðin í dag. Stjórnendur Haga, eigandi Bónus, sögðu í samtali við fréttastofu í dag að samkeppnissjónarmið kæmu í veg fyrir að til slíkra aðgerða yrði gripið hjá þeim. Þeir ætli hins vegar að leita annarra leiða til að lækka verðin. Neytendur hafa fundið vel fyrir verðhækkunum. „Það er ekkert tilfinning, það er bara allt að hækka,“ sagði Elva Björk Benediktsdóttir, sem fréttastofa hitti á í dag. Innt eftir því hvort Bónus ættti að fara sömu leið og Krónan í verðfrystingu sagði hún þetta: „Það væri auðvitað jákvætt fyrir okkur sem erum að versla í matinn.“ Lilja Birgisdóttir tekur undir að vöruverð fari hækkandi. „Það er mín tilfinning. Þetta er orðið með hæstu liðunum hjá manni í heimilisbókhaldinu, það eru matarinnkaupin.“ Verðfrysting Krónunnar lokkar fólk að Verslanir megi gera betur til að halda verðinu niðri. „Hlýtur það ekki að vera, miðað við allavega þær aðgreiðslur sem eru að berast. Að þær ættu að koma meira til móts við almenning? Það finnst mér,“ segir Halldóra Elín Ásgeirsdóttir. Verðfrysting hafi áhrif á kauphegðun neytenda. „Mér finnst það frábært, það mættu fleiri gera það og það er ein af ástæðum þess að ég er að versla hér í dag,“ segir Aðalheiður Björk Olgudóttir. „Ég er orðinn gamalmenni eins og sagt er og það veitir ekki af að vera forsjáll og hagsýnn í matarinnkaupum, þá fer maður þangað sem verðið er best,“ segir Birgir Ásgeirsson. Verðfrystingin sýnileg fyrir neitendur en fleiri skref hafi verið tekin Framkvæmdastjóri Bónus sagði í dag að verðfrysting Krónunnar væri markaðsbrella. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir ekki svo vera. „Það er alla vega ljóst að þessi aðgerð er kannski sú sem er mest sýnileg fyrir okkar viðskiptavini af því að þessar aðgerðir sem við höfum verið að ráðast í á undanförnum mánuðum, í þessu erfiða ástandi, þær snúa meira að því sem er bak við tjöldin,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir verðfrystinguna skila sér í matarkörfur viðskiptavina.Vísir/Egill „Í samningum við okkar byrgja og flutningsaðila og annað. Það hefur auðvitað sýnt sig í nýjustu verðmælingu ASÍ, sem spannaði sjö mánuði, þá vorum við sú verslanakeðja eða matarkeðja á Íslandi sem hækkaði verð hvað minnst þannig að þetta hefur auðvitað skilað sér á þessu tímabili.“ Verðfrystingin beini neytendum í átt að ódýrari vörunum Þær vörur sem frystar hafa verið í verði sé lítill hluti af vöruúrvali Krónunnar en geti þó haft áhrif á kostnað við matarinnkaup. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að beina okkar viðskiptavinum í átt að þeim vörum sem eru hvað ódýrastar í okkar verslunum. Þannig að fólki er beint í átt að þeirri vörulínu þar sem það getur virkilega sparað í daglegum innkaupum,“ segir Ásta. „Við höfum reynt að láta þetta spanna vítt og breitt, allt frá ferskum kjúkling hvort sem það eru læri eða heill kjúklingur, hakk, haframjöl í morgunmatinn, snyrtivörur, klósettpappír.“ En telur framkvæmdastjórinn að við náum að knýja niður verðbólgudrauginn? „Ég held að ef við leggjumst öll á eitt þá getum við það svo sannarlega. Við höfum sýnt það og gert það áður þannig að þetta er bara hvatning til allra. Eitt skref í einu, mörg lítil skref þau munu safnast saman og gera eitt stórt.“ Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. 25. ágúst 2022 19:33 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sjá meira
Krónan tilkynnti í gær að hún hefði fryst verð á 240 vörum í verslunum sínum til að leggja sitt á vogarskálarnar til að berjast gegn hækkandi verðbólgu. Bónus hefur tekið ákvörðun um að frysta ekki verðin í dag. Stjórnendur Haga, eigandi Bónus, sögðu í samtali við fréttastofu í dag að samkeppnissjónarmið kæmu í veg fyrir að til slíkra aðgerða yrði gripið hjá þeim. Þeir ætli hins vegar að leita annarra leiða til að lækka verðin. Neytendur hafa fundið vel fyrir verðhækkunum. „Það er ekkert tilfinning, það er bara allt að hækka,“ sagði Elva Björk Benediktsdóttir, sem fréttastofa hitti á í dag. Innt eftir því hvort Bónus ættti að fara sömu leið og Krónan í verðfrystingu sagði hún þetta: „Það væri auðvitað jákvætt fyrir okkur sem erum að versla í matinn.“ Lilja Birgisdóttir tekur undir að vöruverð fari hækkandi. „Það er mín tilfinning. Þetta er orðið með hæstu liðunum hjá manni í heimilisbókhaldinu, það eru matarinnkaupin.“ Verðfrysting Krónunnar lokkar fólk að Verslanir megi gera betur til að halda verðinu niðri. „Hlýtur það ekki að vera, miðað við allavega þær aðgreiðslur sem eru að berast. Að þær ættu að koma meira til móts við almenning? Það finnst mér,“ segir Halldóra Elín Ásgeirsdóttir. Verðfrysting hafi áhrif á kauphegðun neytenda. „Mér finnst það frábært, það mættu fleiri gera það og það er ein af ástæðum þess að ég er að versla hér í dag,“ segir Aðalheiður Björk Olgudóttir. „Ég er orðinn gamalmenni eins og sagt er og það veitir ekki af að vera forsjáll og hagsýnn í matarinnkaupum, þá fer maður þangað sem verðið er best,“ segir Birgir Ásgeirsson. Verðfrystingin sýnileg fyrir neitendur en fleiri skref hafi verið tekin Framkvæmdastjóri Bónus sagði í dag að verðfrysting Krónunnar væri markaðsbrella. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir ekki svo vera. „Það er alla vega ljóst að þessi aðgerð er kannski sú sem er mest sýnileg fyrir okkar viðskiptavini af því að þessar aðgerðir sem við höfum verið að ráðast í á undanförnum mánuðum, í þessu erfiða ástandi, þær snúa meira að því sem er bak við tjöldin,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir verðfrystinguna skila sér í matarkörfur viðskiptavina.Vísir/Egill „Í samningum við okkar byrgja og flutningsaðila og annað. Það hefur auðvitað sýnt sig í nýjustu verðmælingu ASÍ, sem spannaði sjö mánuði, þá vorum við sú verslanakeðja eða matarkeðja á Íslandi sem hækkaði verð hvað minnst þannig að þetta hefur auðvitað skilað sér á þessu tímabili.“ Verðfrystingin beini neytendum í átt að ódýrari vörunum Þær vörur sem frystar hafa verið í verði sé lítill hluti af vöruúrvali Krónunnar en geti þó haft áhrif á kostnað við matarinnkaup. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að beina okkar viðskiptavinum í átt að þeim vörum sem eru hvað ódýrastar í okkar verslunum. Þannig að fólki er beint í átt að þeirri vörulínu þar sem það getur virkilega sparað í daglegum innkaupum,“ segir Ásta. „Við höfum reynt að láta þetta spanna vítt og breitt, allt frá ferskum kjúkling hvort sem það eru læri eða heill kjúklingur, hakk, haframjöl í morgunmatinn, snyrtivörur, klósettpappír.“ En telur framkvæmdastjórinn að við náum að knýja niður verðbólgudrauginn? „Ég held að ef við leggjumst öll á eitt þá getum við það svo sannarlega. Við höfum sýnt það og gert það áður þannig að þetta er bara hvatning til allra. Eitt skref í einu, mörg lítil skref þau munu safnast saman og gera eitt stórt.“
Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. 25. ágúst 2022 19:33 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sjá meira
Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. 25. ágúst 2022 19:33
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35
Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52