Markafjörið í efstu deild aldrei meira Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 14:30 Guðmundur Magnússon fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir Framara sem hafa heillað með skemmtilegum fótbolta í sumar. vísir/diego Leikmenn hafa raðað inn mörkum sem aldrei fyrr í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og útlit fyrir að markamet í tólf liða deild verði slegið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12
Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira