Erlent

Ríkis­lög­reglu­stjórinn hættir í kjöl­far morðsins á Shinzo Abe

Atli Ísleifsson skrifar
Itaru Nakamura baðst í morgun afsökunar á að lögreglu hafi ekki tekist að tryggja öryggi Abe.
Itaru Nakamura baðst í morgun afsökunar á að lögreglu hafi ekki tekist að tryggja öryggi Abe. AP

Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn.

Hinn 67 ára Abe var skotinn til bana þar sem hann hélt stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara þann 8. júlí síðastliðinn.

Lögreglustjórinn Nakamura sagði á blaðamannafundi í morgun að þörf væri á nýju upphafi innan lögreglunnar. Hann afsakaði það að lögreglunni hafi ekki tekist að passa upp á öryggi Abe og viðurkenndi hann jafnframt að vankantar hafi verið á öryggisgæslunni.

Maður að nafni Tetsuya Yamagami játaði að hafa myrt forsætisráðherrann fyrrverandi, en Yamagami skaut Abe með haglabyssu og lést hann síðar af sárum sínum.

Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af. Hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.


Tengdar fréttir

Taldi að Abe tengdist trúar­hópi sem keyrði móður hans í gjald­þrot

Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×